Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ajax gerði munnlegt samkomulag við Van de Beek
Mynd: Getty Images
Edwin van der Sar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, hefur staðfest að Donny van de Beek, miðjumaður hjá félaginu, megi fara ef nægilega hátt tilboð kemur í hann í sumar.

Svipað samkomulag hefur verið gert við Andre Onana, aðalmarkvörð félagsins.

„Fyrir rúmu ári var sagt að við myndum missa sjö eða átta leikmenn en við misstum bara tvo lykilmenn," sagði van der Sar við Reuters.

„Stóru liðin hafa sagt að verðin muni lækka en það er auðvelt fyrir þau að segja þar sem þau eru kaupendurnir."

„Auðvitað eru risaupphæðirnar ekki að fara koma en það er enn mikið verðgildi í leikmönnum sem koma frá Ajax. Vel skólaðir, reynslumiklir þegar kemur að því að vinna og spila evrópskan fótbolta."

„Á síðasta tímabili gerðum við munnlegt samkomulag við Andre Onana, Nicolas Tagliafico og Donny Van de Beek um að vera þá eitt tímabil í viðbót."

„Ekkert hefur breyst þar en lið geta gleymt því að þau fái leikmenn frá okkur á einhverjum 50% afslætti."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner