Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. maí 2020 10:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Arnór Guðjohnsen: For­seti fé­lags­ins fór í fýlu við mig og ým­is­legt gekk á
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson
Í morgun birti mbl.is viðtal við Arnór Guðjohnsen. Arnór segir þar frá tíma sínum í Belgíu og er rifjaður upp úrslitaleikur Anderlecht gegn Sampdoria sem fór fram fyrir 30 árum.

„Með sigri árið 1990 hefði hann orðið fyrsti ís­lenski knattspyrnumaður­inn til að verða Evr­ópu­meist­ari. Fleiri höfðu leikið til úr­slita en tapað." segir í grein mbl.is.

Í liði Sampdoria voru stór nöfn og má þar nefna Gianluca Vialli, Roberto Mancini, Gianluca Pagliuca og Attilio Lomb­ar­do. Leikurinn endaði með 2-0 sigri ítalska liðsins og var það Vialli sem skoraði bæði mörkin eftir framlengingu.

Arnór segir að hann hafi fengið treyju Vialli eftir leikinn og í kjölfarið látið son sinn, Eið Smára, fá hana. Treyjan er týnd og tröllum gefin í dag.

Arnór segir auk þessa frá miklum kröfum til leikmanna Anderlecht á þessum tíma og að erfitt hafi verið að fara á milli félaga þar sem ráðamenn gátu sett óraunhæfa verðmiða á leikmenn ef þeir vildu ekki að þeir færu burt.

Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni bikarhafa fyrir 30 árum var síðasti leikur Arnórs fyrir félagið:

„Mönn­um var bara stillt upp við vegg á þess­um tíma en í þetta skiptið ákvað ég að láta reyna á hvort ég gæti farið og fengið nýja áskor­un. Ég hafði upp­lifað nán­ast allt með Anderlecht á þess­um sjö árum sem hægt var að upp­lifa í Evrópubolt­an­um, nema að verða Evr­ópu­meist­ari."

„For­seti fé­lags­ins fór í fýlu við mig og ým­is­legt gekk á. Svo var það ekki fyrr en í októ­ber sem Bordeaux keypti mig en þar voru þjálf­ar­ar sem höfðu verið hjá And­er­lecht. For­seti Bordeaux flaug yfir og fékk kaup­in samþykkt,"
sagði Arnór við mbl.is
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner