lau 09. maí 2020 08:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Atli Sigurjóns og ótímabær Pepsi Max spá á X977 í dag
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 á laugardögum 12-14
Atli Sigurjónsson er gestur þáttarins.
Atli Sigurjónsson er gestur þáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaþáttur þjóðarinnar snýr aftur í beina útsendingu á X977 í dag laugardag. Þátturinn fer aftur á sinn hefðbundna tíma og verður alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir helstu fótboltamálin og heyra í þjálfurum, leikmönnum og sérfræðingum.

Þátturinn hefur eingöngu verið hlaðvarpsþáttur síðustu vikur eða síðan samkomubann var sett á í mars. Nú snýr hann aftur í beina útsendingu úr hljóðveri X977 en verður að sjálfsögðu einnig aðgengilegur í Podcast forritum.

Í þættinum í dag verður ótímabær spá fyrir Pepsi Max-deildina og farið yfir tíðindi af liðunum. Hvaða leikmenn munu standa upp úr í sumar?

Gestur þáttarins er Íslandsmeistarinn Atli Sigurjónsson í KR og þá verður Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, á línunni og ræðir nýjustu tíðindin úr Grafarvoginum.



Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner