Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aulas: Seinni leikurinn gegn Juve verður 7. ágúst
Mynd: Getty Images
Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, var í útvarpsviðtali við RTL France í morgun og gaf þar til kynna að búið væri að staðfesta dagsetningu fyrir viðureign Lyon gegn Juventus í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðin mættust í Lyon í febrúar og höfðu heimamenn betur, 1-0, þökk sé marki frá Lucas Tousart.

„Leikurinn gegn Juventus hefur verið settur á 7. ágúst. Það er staðfest. Hann fer fram fyrir luktum dyrum í Tórínó," sagði Aulas í útvarpinu.

Leikurinn átti að fara fram í mars en hætt var við eftir að Daniele Rugani greindist með kórónuveiruna.

Leikmenn Lyon þurfa því að halda sér í leikformi með æfingaleikjum í sumar þar sem búið er að binda enda á franska deildartímabilið. Juve er í harðri titilbaráttu á Ítalíu og getur búist við þungu leikjaprógrami í sumar.

Aulas er mjög ósáttur með að ákveðið hafi verið að binda enda á franska tímabilinu og vinnur hörðum höndum að því að láta afturkalla ákvörðunina.

„Ef tilraun okkar til að láta afturkalla þessa ákvörðun misheppnast er ljóst að Lyon og PSG verður slátrað af liðum sem eru í betra standi líkamlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner