Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. maí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona fær titilinn kvennamegin - 2 lið upp en ekkert fellur
Mynd: Getty Images
Barcelona er meistari í spænsku Primera Division, efstu deild kvennamegin. Þetta var ákveðið í gær þegar ákveðið var að ljúka keppni í deildinni þetta tímabilið.

Ekkert lið fellur úr efstu deild en Santa Teresa og Eibar komast upp í efstu deild sem efstu liðin í næstefstu deild.

Níu umferðir voru eftir af deildinni þegar keppni var hætt vegna kórónaveirunnar. Barca var ósigrað á toppnum og með níu stiga forskot á Atletico Madrid, sem hafði unnnið deildina þrjú síðustu tímabil.

Á næsta tímabili verða átján lið í efstu deild í stað sextán. Í gær var einnig ákveðið að bikarkeppnin, Copa de la Reina, verði kláruð á næsta tímabili en komið var fram í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner