Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. maí 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég er svona lúxus-púta og þetta var fullmikið hark fyrir mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona og leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni, var til viðtals í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær.

Hún var þar spurð út í ferilinn sinn en hún hefur leikið í Noregi, Frakklandi og í Ástralíu fyrir utan Ísland. Hér að neðan má lesa það sem hún sagði um dvöl sína í Noregi.

Fanndís fór til Noregs árið 2012 og gekk í raðir Kolbotn. Þaðan fór hún til Arna-Björnar og kom aftur heim í Breiðablik árið 2014.

Henry Birgir Gunnarsson, annar af þáttarstjórnendum þáttarins, spruði Fanndísi hvernig hefði verið að fara til Noregs.

„Það var ofsalega gott fyrir mig. Ég þurfti á nýrri áskorun að halda og hefði getað gert betur þrátt fyrir að það hefði gengið vel."

„Í Breiðabliki var ég í bómul og svo þegar ég var komin út þá er maður 'on your own' og ég var ekkert svakalega góð í því til að byrja með."

„Þetta var frábær reynsla en ég er svona lúxus-púta og þetta var fullmikið hark fyrir mig. Það er helsta ástæðan fyrir að ég kem aftur heim."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner