Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 09. maí 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fanndís um Marseille: Ekkert elsku mamma - Þjálfarinn af gamla skólanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir, landsliðskona og leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni, var til viðtals í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær.

Hún var þar spurð út í ferilinn sinn en hún hefur leikið í Noregi, Frakklandi og í Ástralíu fyrir utan Ísland. Fyrst fór hún til Noregs en árið 2017 hélt hún til Frakklands og lék með Marseille.

Henry Birgir Gunnarsson, annar af þáttarstjórnendum þáttarins, spruði Fanndísi hvort hún hafi verið tilbúnari út í þessa aðra ferð út í atvinnumennsku.

„Já, miklu. Ég var búin að ákveða að klára sumarið hér heima, vildi ekki skipta um lið fyrir EM. Eftir það vildi ég gefa þessu einn séns og prufa, geggjað að fara til Marseille."

„Allt var mjög flott hjá félaginu en Frakkinn getur verið mjög erfiður, sérstaklega ef þú talar ekki tungumálið."

„Í Suður-Frakklandi er fólk blóðheitt. Það var ekkert elsku mamma. Þjálfarinn réð öllu og það skipti ekki hvort læknirinn sagði að leikmaðurinn væri ekki klár."

„Það vantaði að mínu mati skynsemi og ekki bara hugsað um sig sjálfan (þjálfarinn) í stað liðsins. Gamli skólinn alla leið."


Kjartan Atli Kjartansson, hinn þáttastjórnandi þáttarins, spurði Fanndísi hver munurinn væri á að spila í Frakklandi og heima í efstu deild.

„Í Frakklandi æfðum við á morgnana og það er voða fínt að hafa allan daginn. Aðstaðan á Íslandi er í sama flokki en það er betur borgað í Frakklandi."

„Fótboltalega séð var miklu meiri hraði í boltanum og miklu fleiri góðar stelpur. Ég er talinn fljót hér heima en ég var eins og hinar úti í Frakklandi. Þar eru 50 leikmenn eins og ég."

Athugasemdir
banner
banner
banner