banner
   lau 09. maí 2020 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keown vill að hugsjónamaðurinn Wenger fái starf hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og nú sparkspekingur, kallar eftir því að fyrrum stjóri Arsenal, Arsene Wenger, fái hlutverk hjá félaginu. Wenger var stjóri Arsenal í 22 ár og er goðsögn hjá félaginu.

Keown og Ray Parlour eru þá á þeirri skoðun að framlag Wenger til félagsins verði gert ódauðlegt með styttu fyrir utan Emirates leikvanginn. Keown vill að Wenger fái þá að koma sinni sýn á hlutina með sæti í stjórn Arsenal.

„Wenger var framsýnn hugsjónamaður og hann á að vera í stjórninni," sagði Keown við Daily Mail.

„Hann talar enn um okkur og við þegar hann talar um Arsenal. Við eigum að nota hans kunnáttu í stjórninni."

Skemmtileg saga eftir leik
Eftir 3-0 sigur gegn Charlton segir Keown að honum og Arsene Wenger hafi lent saman. Arsenal var miklu betra liðið en Wenger virtist samt ekki sáttur.

„Ég var þarna nýkominn til baka eftir fótbrot og við völtuðum yfir þá 3-0. Stuðningsmenn sungu að við værum eins og Brasilía."

„Við komum svo inn í klefa og stjórinn er þögull. Hann er að lesa leikskrána. Ég segi við hann: 'Stjóri, ertu að grínast?!" sagði Keown.

„Hann svaraði mér: 'Hvað Martin?' ég svaraði: 'Hvað með að segja 'vel gert' eða 'þetta var frábær frammistaða'"

„Hann horfir upp úr skráni og byrjar að hlæja. Stendur svo upp og segir: 'Martin, þú hefur rétt fyrir þér! Vel gert allir!"
Athugasemdir
banner
banner