lau 09. maí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe vill deila gullskónum
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe, framherji PSG, er á þeirri skoðun að Wissam Ben Yedder, framherji Mónakó, eigi einnig að fá gullskóinn.

Mbappe fékk verðlaunin fyrir að skora átján mörk sem er það sama og Ben Yedder en Mbappe skoraði úr færri vítaspyrnum.

„Takk fyrir allir. Ég held að Wissam eigi líka skilið verðlaunagrip, eins og var gert í úrvalsdeildinni síðasta tímabili, til að verðlauna hann fyrir hans afrek á árinu," skrifaði Mbappe á Twitter og vitnar þar í að Pierre-Emerick Aubameyang, Mo Salah og Sadio Mane fengu allir gullskóinn á Englandi.

Mbappe endar færslu sína á #TitillFyrirWissam. Ben Yedder svarar Mbappe og þakkar honum fyrir og stingur upp á að þeir geti skipst á að hafa gripinn hjá sér.



Sjá einnig:
Mbappe markakóngur því hann skoraði úr færri vítaspyrnum
Athugasemdir
banner
banner
banner