Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville telur að Man Utd muni berjast við toppinn á næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og nú sérfræðingur hjá Sky Sports, telur að Manchester United muni berjast við Liverpool um titilinn á næsta tímabili. Það segir hann þrátt fyrir að 37 stig skilji liðin af í deildinni á þessum tímapunkti.

„United hefur átt erfitt með að halda verðmiðum og launum í lágmarki en félagið verður í mjög sterkri stöðu í sumar," sagði Neville í gær.

„Ég hef trú á því að United muni gera atlögu á næsta tímabili. Félagið þarf þrjá eða fjóra gæðaleikmenn til að gera það og United mun geta nýtt sér stöðuna á markaðnum í sumar."

Manchester United hefur verið orðað við t.d. James Maddison, Jack Grealish, Jadon Sancho og Lautaro Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner