lau 09. maí 2020 23:01
Elvar Geir Magnússon
Þýskt lið sent í sóttkví rétt fyrir mót
Heimavöllur Dynamo Dresden.
Heimavöllur Dynamo Dresden.
Mynd: Getty Images
Allur leikmannahópur og allt starfslið þýska B-deildarliðsins Dynamo Dresden þarf að fara í tveggja vikna sóttkví þar sem tveir leikmenn liðsins greindust með kórónaveiruna.

Þýska Bundesligan og B-deildin eiga að fara af stað næsta laugardag, 16. maí.

„Staðreyndin er sú að við getum hvorki æft né keppt næstu fjórtán daga," segir í tilkynningu frá Dynamo.

Þýska knattspyrnusambandið tilkynnti síðasta fimmtudag að tímabilið myndi hefjast að nýju undir ströngum öryggisreglum og að allir leikmenn þyrftu að fara í sýnatöku.

Dresden átti að spila sunnudaginn 17. maí gegn Hannover.

Staða liðsins er skýrt dæmi um að lítið má út af bregða til að mótahald sé í hættu vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner