Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 09. maí 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu með veiruna á Spáni - Enginn sýktur í Mílanó
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Renan Lodi, 22 ára vinstri bakvörður Atletico Madrid og brasilíska landsliðsins, er með kórónuveiruna auk níu annarra leikmanna spænsku deildarinnar.

Globo Esporte greinir frá þessu. Lodi er eini leikmannanna sem hefur sýnt einkenni hingað til. Þeir hafa allir verið settir í tveggja vikna sóttkví, sem gæti þó varað lengur eins og í tilfelli Paulo Dybala sem var í rúman mánuð að losna við veiruna.

Lodi gekk í raðir Atletico í fyrra og er talinn hafa kostað um 20 milljónir evra. Hann á fjóra leiki að baki fyrir Brasilíu og er búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði Atletico.

Þessar fregnir berast á svipuðum tíma og veirufréttir frá Ítalíu. Auk leikmanna Torino og Fiorentina hafa þrír leikmenn úr herbúðum Sampdoria verið greindir með veiruna.

Þá hafa allir leikmenn Inter og Milan verið prófaðir og er enginn með veiruna þar á bæ.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner