Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. maí 2020 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger hefur oft áhyggjur af Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger var stjóri Arsenal í rúma tvo áratugi. Hann lét að störfum sumarið 2018 og þá tók Unai Emery við. Einu og hálfu ári seinna var Emery rekinn og eftir nokkra leiki undir stjórn Freddie Ljungberg varð Mikel Arteta, fyrrum leikmaður félagsins, ráðinn stjóri þess.

Wenger vonast til að Arteta nái að fá sína leikmenn til að spila frjálsan fótbolta en Arsenal lið Wenger var þekkt fyrir áferðafagran bolta.

„Ég hugsa oft um Arsenal og ég hef oft áhyggjur af félaginu. Ég horfi á alla leiki," sagði Wenger á talkSPORT.

„Ég trúi að hjá Arsenal sé menning þegar kemur að því hvernig eigi að spila fótbolta og ég vil að hann sú menning sé virt. Ég vona að Arteta geti náð henni í gang að ný."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner