Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. maí 2021 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Moyes: Við áttum ekki skilið að tapa
David Moyes
David Moyes
Mynd: EPA
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, heldur enn í vonina að liðinu takist að næla sér í Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil þrátt fyrir 1-0 tap gegn Everton í dag.

West Ham hefur spilað afspyrnuvel á þessu tímabili og hefur verið kandídat til að komast í Meistaradeildina en eftir tapið í dag þá er vonin afar veik.

Moyes segir að liðið hafi ekki átt skilið að tapa í dag og að liðið sé enn í baráttunni.

„Við þurftum svolítið á því að halda að hlutirnir myndu falla með okkur í dag en þeir gerðu það ekki. Það voru fá tækifæri í þessum leik en við vorum mikið með boltann og áttum svo sannarlega ekki skilið að tapa," sagði Moyes.

Hann er enn vongóður um að liðið tryggi sér þátttökurétt í Meistaradeildina.

„Ég veit það ekki. Maður veit aldrei hvernig þetta fer hjá öðrum liðum, þannig við höldum áfram að berjast. Þetta hefur verið mjög gott tímabil en ég er auðvitað vonsvikinn að ná ekki í sigur eða minnsta kosti jafntefli. Svona er fótboltinn og þegar maður fær þessi augnablik þá þarf maður að nýta þau."

„Maður verður svolítið gráðugur stundum og gleymir hvaðan maður er að koma. Það er ég í dag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner