banner
   sun 09. júní 2019 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Snæfell tapaði sínum fyrstu stigum - Sigur hjá Herði
Snæfell gerði jafntefli við Kormák/Hvöt.
Snæfell gerði jafntefli við Kormák/Hvöt.
Mynd: Snæfell
Hjalti Hermann Gíslason í leik með Vestra. Hann skoraði fyrir Hörð í dag.
Hjalti Hermann Gíslason í leik með Vestra. Hann skoraði fyrir Hörð í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í 4. deild karla í kvöld. Leikirnir voru í B-riðli og C-riðlinum.

B-riðill
Í B-riðli mættust Snæfell og Kormákur/Hvöt. Snæfell, sem spáð er efsta sæti riðilsins, lenti undir snemma þegar Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði úr vítaspyrnu. Julio C. Fernandez De La Rosa jafnaði á 28. mínútu og kom Matteo Tuta Snæfelli yfir á 63. mínútu. Kormákur/Hvöt gerði sér þó lítið fyrir og jafnaði undir lokin. Ingvi Rafn aftur á ferðinni.

Lokatölur 2-2. Fyrstu stigin sem Snæfell tapar. Liðið er með 10 stig eftir fjóra leiki. Kormákur/Hvöt er í þriðja sæti með sjö stig. Hvíti Riddarinn er á toppi riðilsins með 12 stig.

Snæfell 2 - 2 Kormákur/Hvöt
0-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('12, víti)
1-1 Julio C. Fernandez De La Rosa ('28)
2-1 Matteo Tuta ('63)
2-2 Ingvi Rafn Ingvarsson ('90)

C-riðill
Í C-riðli vann Hörður þægilegan sigur á Létti fyrir vestan. Heimamenn komust snemma í 2-0 og kláruðu leikinn með þriðja markinu þegar stundarfjórðungur var eftir.

Bæði lið eru með sex stig að fjórum leikjum loknum. Á toppnum í C-riðli eru GG og Hamar með fullt hús stiga.

Hörður Í. 3 - 0 Léttir
1-0 Felix Rein Grétarsson ('5)
2-0 Hjalti Hermann Gíslason ('18)
3-0 Sigurður Arnar Hannesson ('75)
Athugasemdir
banner
banner
banner