sun 09. júní 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona ætlar ekki að festa kaup á Boateng
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng er á leið aftur til Sassuolo í ítalska boltanum eftir að hafa verið seinni hluta tímabilsins hjá Barcelona að láni.

Boateng er orðinn 32 ára og gerði fína hluti með Sassuolo fyrir áramót. Barca vantaði varamann í sóknina sína og leit á Boateng sem góðan kost.

Í lánssamningnum var kaupákvæði sem hljóðaði upp á 8 milljónir evra en spænskir fjölmiðlar segja að Barca hafi engan áhuga á að virkja ákvæðið.

Boateng spilaði aðeins 123 mínútur fyrir Barcelona og heldur nú aftur til Ítalíu. Óljóst er hvort hann verði áfram hjá Sassuolo eða haldi á önnur mið en hann er samningsbundinn félaginu þar til 2021.

Boateng hefur komið víða við á ferlinum og spilað meðal annars fyrir Tottenham, Borussia Dortmund, Milan, Schalke og Eintracht Frankfurt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner