Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. júní 2019 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bernardo bestur og De Jong efnilegastur í Þjóðadeildinni
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Fyrsta útgáfan af Þjóðadeildinni kláraðist í kvöld þegar Portúgal vann Holland í úrslitaleiknum.

Goncalo Guedes, leikmaður Valencia, skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning frá Bernardo Silva.

Bernardo Silva, sem leikur með Manchester City, var að leiknum loknum valinn besti leikmaður Þjóðadeildarinnar. Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgal, skoraði þrennu í undanúrslitunum en það var hans fyrsti leikur í Þjóðadeildinni.

Frenkie de Jong, miðjumaður Hollands, var valinn efnilegasti leikmaðurinn. De Jong er 22 ára og mun hann ganga í raðir Barcelona í sumar frá Ajax.



Athugasemdir
banner
banner