Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Joao Felix á bekkinn
Hollendingar verða að stöðva þennan mann.
Hollendingar verða að stöðva þennan mann.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn í Þjóðadeildinni fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og munu Holland og Portúgal eigast við.

Cristiano Ronaldo sá um Sviss í undanúrslitunum og Hollendingar nýttu sér mistök Englendinga til að komast í úrslitaleikinn.

Holland byrjar með sama byrjunarlið og gegn Englandi. Ryan Babel og Memphis Depay mynda sóknarlínuna og að sjálfsögðu eru Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt í byrjunarliði Hollands.

Hjá Portúgal kemur Jose Fonte inn í vörnina fyrir Pepe. Hjá Portúgal fer líka ungstirnið Joao Felix á varamannabekkinn.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Portúgal: Patricio (m), Semedo, Fonte, Ruben Dias, Guerreiro, Carvalho, Danilo, Bruno Fernandes, Bernardo Silva, Guedes, Ronaldo.
(Varamenn: Jose Sá, Beto, Cancelo, Moutinho, Sousa, Jota, Rafa Silva, Neves, Rui, Pizzi, Joao Felix)

Byrjunarlið Hollands: Cillessen (m), Dumfries, Van Dijk, De Ligt, Blind, Wijnaldum, De Jong, De Roon, Bergwijn, Babel, Depay.
(Varamenn: Vermeer, Bizot, Hateboer, Ake, Pröpper, Promes, Van Aanholt, De Vrij, Strootman, Vilhena, Luuk de Jong, Van de Beek)



Athugasemdir
banner
banner
banner