Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. júní 2019 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace hafnaði 40 milljónum frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Sky Sports greindi frá því í morgun að Manchester United hafi lagt fram risatilboð í Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörð Crystal Palace.

Guardian og Telegraph greina núna frá því að þetta svokallaða risatilboð hafi numið 40 milljónum punda og því hafi verið hafnað samstundis af Crystal Palace.

Crystal Palace er talið vilja 60 milljónir fyrir ungstirnið sem átti frábært tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Wan-Bissaka er ekki eini Englendingurinn í liði Crystal Palace sem er eftirsóttur. Wilfried Zaha gæti yfirgefið félagið í sumar, en Palace vill 75 milljónir fyrir hann.

Leikmenn með enskt ríkisfang verða verðmætari með hverju árinu. Brexit spilar þar stórt hlutverk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner