Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dóttir Bob Marley bjargaði landsliði Jamaíku
Mynd: Getty Images
Cedella Marley, dóttir hins heimsfræga Bob Marley, er að stórum hluta ábyrg fyrir mögnuðum árangri kvennalandsliðs Jamaíku sem keppir á HM í Frakklandi í ár.

Jamaíka varð í fyrrasumar fyrsta þjóðin frá Karíbahafseyjum til að tryggja þátttöku á HM kvenna. Knattspyrnusambandið þar í landi styður lítið sem ekkert við kvennalandsliðið og leist Cedella ekki á blikuna þegar hún frétti af ástandinu í gegnum son sinn.

Kvennalandsliðið var lagt niður en Cedella endurreisti það með fjárhagslegum stuðningi og er komin í sögubækur kvennaknattspyrnunnar.

„Reggae Girlz landsliðið var lagt niður. Við hringdum nokkur símtöl og ég varð sendiherra landsliðsins," sagði Cedella.

„Ég ólst upp með það í huga að ég gæti gert hvað sem er við líf mitt. Svo þegar ég heyrði að þessar stelpur fengu engan stuðning bara því þær væru kvenkyns þá byrjaði ég að vera reið.

„Ég vildi að þær hefðu tækifæri til þess að gera það sem þær elska, plús að þær eru að spila fyrir land sitt. Þú getur ekki beðið um stærri fórn heldur en það."


Cedella talaði einnig um föður sinn Bob sem hafði gaman af fótbolta.

„Pabbi minn elskaði leikinn. Hann hefði líklega endað sem einn smæsti miðjumaður eða sóknarmaður sögunnar hefði hann ekki byrjað að spila á gítar.

„Pabbi væri stuðningsmaður kvennalandsliðsins númer eitt. Hann sagði sjálfur að fótbolti er frelsi. Núna eru stelpurnar orðnar frjálsar til að spila þennan fallega leik."


Fyrsti leikur Jamaíku á HM 2019 er gegn sterku liði Brasilíu í dag. Marta er tæp fyrir leikinn.




Athugasemdir
banner
banner
banner