Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Formiga að spila á lokakeppni HM í sjöunda skipti
Mynd: Getty Images
Formiga, litli maurinn á miðjunni sem hefur spilað 160 landsleiki fyrir Brasilíu frá 1995, setti nokkur met í dag.

Miraildes Maciel Mota heitir hún en er kölluð Formiga, eða maur. Hún er 41 árs gömul og var í byrjunarliði Brasilíu sem lagði Jamaíka að velli í fyrstu umferð lokakeppni HM í Frakklandi fyrir skömmu.

Þetta er í sjöunda sinn sem Formiga tekur þátt í lokakeppni HM og er það heimsmet. Homare Sawa, fyrrverandi landsliðskona Japan, er eini leikmaður heims sem hefur farið sex sinnum í lokakeppnina.

Þremur karlmönnum hefur tekist að fara fimm sinnum í lokakeppnina.

Formiga varð um leið elsti leikmaður í sögu HM kvenna. Hún er 41 árs og 98 daga gömul.
Athugasemdir
banner
banner
banner