Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 09. júní 2019 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Freyr: Erum ekki að þjálfa 'fancy football Iceland'
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson var gestur í sérstökum landsliðsþætti af Innkastinu hér á Fótbolta.net í gær. Þáttinn var byrjað að taka upp skömmu eftir 1-0 sigur Íslands gegn Albaníu.

Freyr var sérstaklega ánægður með hugarfar leikmanna sem börðust eins og ljón og gáfu sig alla fyrir land og þjóð.

„Við vissum að þessi leikur yrði ofboðslega harður og mikið af návígum. Þeir eru agressívir, við erum agressívir og svo kom skoskur dómari ofan á það," sagði Freyr.

„Þetta var langt frá því að vera fallegasti fótboltaleikur í heimi en mér fannst rosalega fallegt hugarfarið í leikmönnum Íslands. Hvernig við fórum í allar aðgerðir af fullum krafti og heilum hug frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

„Það er Ísland sem við þekkjum og elskum. Við erum ekki að styðja eða þjálfa 'fancy football Iceland'. Þetta er Ísland og ég var að elska að sjá það."


Næsti leikur er á heimavelli gegn Tyrklandi næsta þriðjudagskvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner