Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. júní 2019 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna: England hafði betur í nágrannaslag
Nikita Parris kom Englandi á bragðið. Hér fagnar hún marki sínu.
Nikita Parris kom Englandi á bragðið. Hér fagnar hún marki sínu.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
England 2 - 1 Skotland
1-0 Nikita Parris ('14 , víti)
2-0 Ellen White ('40 )
2-1 Claire Emslie ('79 )

Nágrannaþjóðirnar England og Skotland áttust við á Heimsmeistaramóti kvenna núna áðan. Leikurinn var spilaður í Nice þar sem Íslendingar eiga góðar minningar eftir sigur á Englandi á Evrópumótinu 2016.

Snemma leiks fékk England vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á varnarmanni Skotlands. Nikita Parris, sem er nýgengin í raðir Lyon frá Manchester City, skoraði úr vítaspyrnunni og gaf Englandi draumabyrjun.

Á 40. mínútu, stuttu fyrir leikhlé, tvöfaldaði Ellen White, sem er nýbúin að semja við Manchester City, forystuna fyrir England. Þægileg staða fyrir England í hálfleik.

Þær skosku vöknuðu aðeins til lífsins í seinni hálfleiknum og minkuðu þær muninn á 79. mínútu. Claire Emslie skoraði og bjó til leik á síðustu mínútunum.

Stelpurnar hans Phil Neville náðu hins vegar að halda út og landa sigrinum. Flottur sigur hjá Englandi sem ætlar sér stóra hluti á þessu móti.





Athugasemdir
banner