Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. júní 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna í dag - Stórleikur fyrir hádegi
Mynd: Getty Images
Það eru þrír sjóðandi heitir leikir á dagskrá í HM kvenna í dag og verða þeir allir sýndir beint á RÚV.

Í hádegisleiknum mætast Ástralía og Ítalía. Ástralía hefur lengi verið meðal sterkustu kvennaþjóða heims en Ítalir eru nýkomnir á þennan stall og eru að taka þátt í sínu þriðja heimsmeistaramóti.

Ítalska liðið þykir þó nokkuð öflugt og ætti að veita Áströlum góða samkeppni. Ástralía er í 6. sæti heimslistans og Ítalía er í 15. sæti.

Brasilía á þá leik við Jamaíku og nokkuð ljóst að Brassarnir eru langtum sigurstranglegri þar. Jamaíka er í 53. sæti heimslistans. Brasilía, Jamaíka, Ítalía og Ástralía eru saman í C-riðli.

Að lokum er nágrannaslagur á milli Englands og Skotlands. England hefur lengi verið meðal bestu kvennaþjóða heims en þær skosku eru nýlega byrjaðar að sýna hæfileika sína. Þetta er í fyrsta sinn sem skoska kvennalandsliðið kemst á HM.

Leikir dagsins:
11:00 Ástralía - Ítalía (RÚV)
13:30 Brasilía - Jamaíka (RÚV)
16:00 England - Skotland (RÚV)
Athugasemdir
banner
banner