Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. júní 2019 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Í fyrsta sinn sem allir helstu deildarmeistarar halda titlinum
Mynd: Getty Images
2018-19 tímabilinu er lokið og var það í fyrsta sinn sögunnar sem öll lið fimm helstu deilda Evrópu héldu deildarmeistaratitlum sínum.

FC Bayern vann í Þýskalandi, Manchester City á Englandi, Juventus á Ítalíu, PSG í Frakklandi og Barcelona á Spáni.

Það tókst þó engum bikarmeisturum að halda titlinum og urðu tvö félög tvöfaldir meistarar í ár.

Í Þýskalandi vann Bayern bikarinn eftir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn Eintracht Frankfurt í fyrra.

Á Englandi tók Man City titilinn af Chelsea, í Frakklandi tók Rennes hann af PSG, á Ítalíu var það Lazio sem hirti titilinn af Juventus og á Spáni var það Valencia sem stal honum af Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner