Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 09. júní 2019 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg: Gefið þessari þjóð ansi mikið
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Eyþór Árnason
Stuðningsmenn Íslands á leiknum í gær.
Stuðningsmenn Íslands á leiknum í gær.
Mynd: Eyþór Árnason
Jóhanni Berg Guðmundssyni fannst það skrítið að það hefði ekki verið uppselt á leikinn gegn Albaníu í undankeppni EM í gær.

Ísland vann leikinn 1-0 og er með sex stig eftir þrjá leiki í undankeppninni. Liðið er búið að vinna Andorra og Albaníu, en tapa á útivelli gegn heimsmeisturum Frakklands.

Það voru tæplega 9 þúsund á vellinum í gær (8968). Síðustu árin yfirleitt alltaf verið uppselt á leiki hjá karlalandsliðinu og slegist um hvernig miða, sérstaklega í undankeppnum HM eða EM.

„Það fer alls ekki í taugarnar á okkur. Mér finnst það svolítið skrýtið. Við erum búnir að gefa þessari þjóð ansi mikið," sagði Jóhann Berg Guðmundsson, sem skoraði sigurmark Íslands gegn Albaníu í gær.

„Kannski erum við ekki búnir að spila frábærlega undanfarið, en mér finnst það skrýtið að við séum ekki með fullan völl."

Dúndurstemning á leiknum
Rætt var um málið í Innkastinu á Fótbolta.net sem var tekið upp eftir leikinn í gær.

„Maður hélt einhvern veginn að þetta yrði hálf tómur völlur, en þetta endaði í tæplega 9 þúsund manns. Það var dúndurstemning," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég var á X 977 og missti af fyrstu mínútunum í leiknum. Ég gekk á völlinn og um leið og ég kom út þá heyrði ég að það væri geggjuð stemning á Laugardalsvelli," sagði Elvar Geir.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á Tyrklandsleikinn þá er hægt að nálgast miða hérna.
Jóhann Berg: Ekki alltaf fallegt í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner