sun 09. júní 2019 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagerback: Verð að átta mig á því að ég er orðinn gamall
Lagerback er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Lagerback er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback verður 71 árs gamall næsta sumar. Hann býst ekki við því að framlengja samning sinn við norska knattspyrnusambandið.

Lagerback er þjóðhetja á Íslandi enda kom hann íslenska karlalandsliðinu á Evrópumótið 2016. Það var fyrsta stórmót sem Ísland fór á og komust strákarnir okkar í 8-liða úrslit á því móti.

Lagerback hætti með Ísland eftir Evrópumótið og tók hann við norska landsliðinu 2017.

Lagerback býst við því að hætta með liðið eftir EM 2020 ef hann kemur liðinu þangað.

„Ég hef alltaf sagt að ég loki ekki neinum dyrum, en það er ólíklegt að ég haldi áfram eftir næsta sumar. Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi en ég verð að líta í spegil og átta mig á því að ég er orðinn nokkuð gamall," sagði Lagerback.

Norska landsliðið mætir Færeyjum í Þórshöfn á morgun. Noregur er aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki í undankeppni EM og þarf á þremur stigum að halda á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner