Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Liverpool eftirsóttur í Þýskalandi
Marko Grujic.
Marko Grujic.
Mynd: Getty Images
Marko Grujic, miðjumaður Liverpool, er eftirsóttur af þremur félögum í Þýskalandi. Goal segir frá þessu.

Grujic var á láni hjá Hertu Berlín á þessu tímabili. Hann spilaði 23 leiki í öllum keppnum og stóð sig vel.

Hertha Berlín vill halda Grujic, en önnur félög í þýsku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga á honum. Eintracht Frankfurt og Werder Bremen eru líka sögð áhugasöm.

Í frétt Goal segir einnig að ónefnt félag í ensku úrvalsdeildinni hafi spurst fyrir um hann sem og Atletico Madrid á Spáni.

Liverpool mun ekki selja Grujic ódýrt og sagt er félagið hafi skellt 25 milljón punda verðmiða á hann. Grujic er 23 ára gamall Serbi sem kom til Liverpool frá Rauðu stjörnunni árið 2016. Undanfarnar tvær leiktíðir hefur hann verið lánaður til Cardiff og Hertha Berlín.
Athugasemdir
banner
banner