Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. júní 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mainz hafnaði tilboðum frá fjórum úrvalsdeildarliðum
Mynd: Getty Images
Mainz hafnaði tilboðum frá fjórum enskum úrvalsdeildarliðum í sóknarmann sinn Jean-Philippe Mateta.

Mateta verður 22 ára í lok júní og gekk í raðir Mainz í fyrra. Þýska félagið greiddi metfé fyrir hann, eða 10 milljónir evra.

Hann gerði 14 mörk í 34 deildarleikjum hjá Mainz, þar af komu sjö í sjö síðustu leikjum tímabilsins. Mateta er franskur og hefur skorað 3 mörk í 8 leikjum fyrir yngri landsliðin.

Félögin sem um ræðir eru Everton, Watford, Newcastle og Southampton, en Cardiff City reyndi einnig að fá hann.

Tilboðin hljóðuðu ýmist upp á 20 eða 25 milljónir evra og hafnaði Mainz þeim öllum samstundis. Mateta er samningsbundinn til 2022 og hefur Mainz boðið honum nýjan samning sem gildir til 2024.
Athugasemdir
banner
banner