Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. júní 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Man City annað félagið til að vinna alla bikarana
Mynd: Getty Images
Manchester City varð á tímabilinu annað knattspyrnufélagið í enskri knattspyrnusögu til að vinna alla fjóra bikarana þar í landi í karla- og kvennaflokki.

Arsenal varð fyrsta félagið til að vinna alla bikarana sem voru í boði árið 1993. Til þeirra eru flokkaðir FA bikar karla og kvenna ásamt deildabikar karla og kvenna.

Karlalið Man City vann einnig úrvalsdeildina á meðan kvennaliðið endaði í öðru sæti þrátt fyrir að hafa aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu. Eina tap City kom gegn toppliði Arsenal í lokaumferðinni, en sigur þar hefði ekki breytt niðurstöðunni.

Karlaliðið fékk 98 stig úr 38 leikjum á deildartímabilinu á meðan kvennaliðið náði í 47 stig úr 20 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner