Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. júní 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd vill fá Bale að láni
Powerade
Verður Gareth Bale áfram í Madríd?
Verður Gareth Bale áfram í Madríd?
Mynd: Getty Images
Belgíski landsliðsmaðurinn Yannick Carrasco á leið til Arsenal.
Belgíski landsliðsmaðurinn Yannick Carrasco á leið til Arsenal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rauðu djöflarnir ætla ekki að gefast upp og eru búnir að leggja fram nýtt tilboð í Kalidou Koulibaly.
Rauðu djöflarnir ætla ekki að gefast upp og eru búnir að leggja fram nýtt tilboð í Kalidou Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Maxi Gomez er eftirsóttur.
Maxi Gomez er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Slúðrið fer ekki neitt þó það sé landsleikjahlé enda er sumarglugginn í fullu fjöri þessa stundina. Í slúðurpakka dagsins eru fréttir af mönnum á borð við Bale, Koulibaly, De Ligt, Maguire, Chilwell og Buffon.

Man Utd vill fá Gareth Bale, 29, lánaðan frá Real Madrid. (Mirror)

Man City hefur áhuga á Harry Maguire, 26, en er ekki reiðubúið til að bjóða þær 90 milljónir punda sem Leicester vill fá fyrir varnarmanninn. (Mirror)

City hefur einnig áhuga á Ben Chilwell, 22, sem er vinstri bakvörður Leicester. Félagið er að íhuga að bjóða 125 milljónir punda fyrir hann og Maguire. (Star)

Liverpool er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Matthijs de Ligt, 19. (Mirror)

Jesse Lingard, 26, verður boðinn nýr samningur. Hann mun þéna 130 þúsund pund á viku. (Sun)

Jose Mourinho sagði vinum sínum að hann hefði áhuga á að taka við Newcastle eftir að Sheikh Khaled bin Zayed Al Nehayan kaupir félagið. (Mirror)

Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á tveimur leikmönnum Sampdoria. Annar þeirra er belgíski miðjumaðurinn Dennis Praet, 25, og hinn er danski miðvörðurinn Joachim Andersen, 23. (Gazzetta dello Sport)

Yannick Carrasco, 25 ára kantmaður Dalian Yifang og belgíska landsliðsins, mun ganga í raðir Arsenal í sumar. (Sport)

Tottenham ætlar að bjóða 40 milljónir punda í Nathan Ake, 24 ára miðvörð Bournemouth. (Sun)

Liverpool er reiðubúið að selja kantmanninn Harry Wilson, 22, fyrir 21 milljón punda. Wilson gerði góða hluti að láni hjá Derby á síðustu leiktíð og hafa þýsku félögin Hoffenheim og RB Leipzig áhuga. (Mirror)

Gianluigi Buffon, 41, gæti verið á leið til Parma eftir að hann tilkynnti að hann myndi yfirgefa PSG í sumar. Buffon ólst upp hjá Parma og spilaði sinn fyrsta keppnisleik 1995. (Gazzetta dello Sport)

David Beckham vill fá Antonio Valencia, 33, til Inter Miami. Valencia er samningslaus eftir tíu ár hjá Man Utd. (Sun)

Luis Filipe Vieira, forseti Benfica, segir að eina leiðin til að halda Joao Felix, 19, hjá félaginu sé að selja hann og fá hann lánaðan til baka. (Mirror)

Man Utd er búið að bjóða 84 milljónir punda í Kalidou Koulibaly, 27 ára miðvörð Napoli. (Corriere dello Sport)

Man Utd ætlar að bjóða Andreas Pereira, 23, fjögurra ára samning. (Sun)

Arsenal er ekki að leita sér að markverði þrátt fyrir að Petr Cech hafi lagt hanskana á hilluna. (Mirror)

Man City er að ganga frá kaupum á Samuel Edozie, 16 ára kantmanni Millwall. (Sun)

Sean Longstaff, 21, segist vera einbeittur að framtíð sinni hjá Newcastle þrátt fyrir áhuga frá Man Utd. (Chronicle)

Aston Villa er að blanda sér í baráttuna um Maxi Gomez, 22 ára sóknarmann Celta Vigo. (Birmingham Mail)

Aston Villa er búið að bjóða 9 milljónir í Said Benrahma, 23 ára kantmann Brentford. (Le10 Sport)

Everton er að undirbúa tilboð í Adolfo Gaich, 20 ára sóknarmann San Lorenzo í Argentínu. (Marca)

Crystal Palace hefur áhuga á Michail Antonio, 29, en West Ham vill halda honum. (Sun)

Trabzonspor hefur áhuga á Bruno Manga, 30 ára varnarmanni Cardiff. (Fanatik)
Athugasemdir
banner
banner
banner