Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. júní 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mane var næstum farinn til Man Utd
Mynd: Getty Images
Sadio Mane hefur meðal bestu leikmanna Liverpool frá komu sinni til félagsins fyrir þremur árum.

Mane var frábær á nýliðnu tímabili er Liverpool vann Meistaradeild Evrópu og endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Senegalinn knái var tekinn í viðtal fyrr í júní og þar sagði hann frá hversu nálægt hann var að ganga í raðir Manchester United áður en Jürgen Klopp stal honum.

„Ég var mjög nálægt því að ganga í raðir Man Utd. Ég fundaði með stjóranum (Van Gaal) og þeir buðu svo í mig," sagði Mane við Mirror.

„Í sömu viku hringdi Klopp í mig og útskýrði fyrir mér hvers vegna ég ætti frekar að velja Liverpool. Eftir símtalið var ég sannfærður og tók rétta ákvörðun."

Mane var leikmaður Southampton þegar helstu félög Englands voru á eftir honum. Hann hefur hugmynd um hvers vegna Klopp vildi ólmur fá sig til Liverpool.

„Ég skoraði mikið gegn Liverpool þegar ég var hjá Southampton, líka eftir að Klopp tók við. Hann hefur ákveðið að kaupa mig til að koma í veg fyrir að ég gæti skorað meira á móti Liverpool."

Mane er 27 ára gamall kantmaður og hefur hann gert 59 mörk í 123 leikjum hjá Liverpool.

Hann skoraði 22 mörk í 36 deildarleikjum á nýliðnu tímabili og í fyrra gerði hann 10 mörk í 19 Meistaradeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner