banner
   sun 09. júní 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marcus Berg átti tilþrif föstudagsins
Mynd: Getty Images
Svíþjóð lagði Möltu að velli 3-0 í undankeppni EM 2020 á föstudaginn. Marcus Berg átti góðan leik og lagði fyrstu tvö mörkin upp.

Hann lagði fyrst upp fyrir Robin Quaison á 2. mínútu leiksins og síðan fyrir Victor Claesson á 50. mínútu.

Seinni stoðsendingin var einstaklega lagleg þar sem Berg gefur magnaða hælsendingu á Claesson sem skoraði af stuttu færi.

UEFA valdi stoðsendinguna sem flottustu tilþrif dagsins í undankeppninni. Í heildina voru 34 mörk skoruð í 12 leikjum.

Svíþjóð er í öðru sæti F-riðils með sjö stig eftir þrjár umferðir. Svíar gerðu hádramatískt jafntefli við Noreg í 2. umferð eftir að hafa byrjað keppnina á sigri gegn Rúmeníu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner