Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. júní 2019 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
María fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir lék allan leikinn í gær þegar Noregur vann öruggan 3-0 sigur á Nígeríu í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramóti kvenna sem haldið er í Frakklandi.

María, sem leikur með Chelsea á Englandi, er dóttir Þóris Hergeirssonar sem þjálfar norska kvennalandsliðið í handbolta. Hún valdi að spila fyrir Noreg enda hefur hún búið alla sína ævi í Noregi.

Smelltu hér til að lesa viðtal sem var tekið við hana 2008.

Hún átti hörkuleik í gær í hjarta varnarinnar hjá Noregi og var henni hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. Philip O'Connor skrifar um Noreg á meðan HM stendur og hann var mjög hrifinn af frammistöðu Maríu í leiknum.

„Fótboltastaðreyndir dagsins: 70% af jörðinni er þakið vatni, um restina sér María Þórisdóttir," skrifaði hann á Twitter.

Noregur er einnig í riðli með Suður-Kóreu og gestgjöfum Frakklands.

Næsti leikur Noregs er við Frakkland á miðvikudag, en Frakkar unnu mjög svo þægilegan 4-0 sigur á Suður-Kóreu í opnunarleik mótsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner