Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pallotta viðurkennir mistök: Læt ekki bola mér í burtu
Pallotta hefur verið eigandi Roma síðan 2011 og forseti síðan 2012.
Pallotta hefur verið eigandi Roma síðan 2011 og forseti síðan 2012.
Mynd: Getty Images
James Pallotta, forseti Roma, skrifaði rúmlega 3000 orða bréf til stuðningsmanna eftir mikið vonbrigðatímabil þar sem félaginu mistókst að næla í Meistaradeildarsæti.

Í bréfinu viðurkennir Pallotta ýmis mistök á síðustu árum en ítrekar ást sína á félaginu og neitar að láta bola sér í burtu.

„Ég held að enginn innan félagsins sé búinn að vera svekktari eða þunglyndari en ég vegna slæms gengis síðustu 18 mánuði," segir í bréfinu. Pallotta hefur legið undir mikilli gagnrýni og hluti stuðningsmanna kallað eftir að hann selji félagið.

„Ég veit hvernig þessi heimur virkar og ég mun ekki láta bola mér í burtu frá félaginu, sama hvaða hótanir ég fæ."

Pallotta talar um Daniele De Rossi í bréfinu eftir að hann var látinn fara frá félaginu eftir 19 ára þjónustu. Stuðningsmenn voru ekki ánægðir með hvernig leiðir skildu. Þeir voru heldur ekki ánægðir með sölurnar á Mohamed Salah og Alisson til Liverpool.

„Ég held við höfum ekki skilið nógu vel við Daniele. Því miður er ekki lengur pláss fyrir hann í leikmannahópnum okkar og þess vegna þarf hann að fara.

„Vildi ég selja Salah og Alisson? Nei, þeir vildu skipta um félag og ég gat ekki haldið þeim lengur.

„Stærstu mistökin voru að kaupa ranga leikmenn síðasta sumar. Mér líður enn illa fyrir stöðuna sem við settum Di Francesco í."


Eusebio Di Francesco var rekinn úr þjálfarastól Roma því liðinu gekk illa. Leikmennirnir sem Monchi fékk til félagsins síðasta sumar pössuðu ekki inn í leikstíl Di Francesco og nú eru þeir báðir búnir að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner