Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. júní 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba: Man ekki hvenær við vorum síðast svona slakir
Mynd: Getty Images
Paul Pogba átti dapran dag eins og liðsfélagar sínir í franska landsliðinu þegar Heimsmeistararnir töpuðu 2-0 fyrir Tyrklandi í undankeppni EM 2020 í gær.

Kaan Ayhan og Cengiz Under skoruðu mörkin fyrir Tyrkland í fyrri hálfleiknum, en Frakkar náðu ekki skoti á markið í leiknum.

„Við vorum tilbúnir, við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að þeirra stuðningsmenn myndu ýta þeim áfram," sagði Pogba við L’Equipe eftir leikinn.

„Við náum ekki að klára einföldustu sendingarnar og við vorum ekki hættulegir fyrir framan markið. Ég man ekki hvenær við vorum síðast svona slakir."

„Við þurfum að bæta úr þessu eins fljótt og mögulegt er," sagði Pogba en Frakkar fá kjörið tækifæri til þess í næsta leik þegar þeir mæta Andorra.

Frakkar og Tyrkir eru með Íslandi í riðli og er næsti leikur Íslands gegn Tyrklandi á þriðjudagskvöld. Frakkland er núna með sex stig eins og Ísland. Tyrkir eru með níu stig.

Frakkar eru búnir að mæta Íslandi á heimavelli og endaði sá leikur 4-0 fyrir Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner