sun 09. júní 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Pickford skoraði af miklu öryggi í vítakeppninni
Mynd: Getty Images
England náði þriðja sætinu í Þjóðadeildinni með sigri á Sviss í vítaspyrnukeppninni.

Hvorugt liðið náði að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu og var því gripið til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu fimm vítaspyrnum og því var farið í bráðabana. Þar klúðraði Josip Drmic fyrir Sviss og tryggði England sér bronsverðlaunin.

Jordan Pickford, markvörður Englands, fór á vítapunktinn og skoraði hann af miklu öryggi. Hann er fyrsti markvörðurinn sem fer á vítapunktinn og skorar fyrir enska landsliðið í vítaspyrnukeppni í keppnislandsleik.

Vísir.is hefur birt myndband af vítaspyrnukeppninni og má sjá hana hérna að neðan.

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Harry Maguire skoraði
1-1 Steven Zuber skoraði
1-2 Ross Barkley skoraði
2-2 Granit Xhaka skoraði
2-3 Jadon Sancho skoraði
3-3 Manuel Akanji skoraði
3-4 Raheem Sterling skoraði
4-4 Kevin Mbabu skoraði
4-5 Jordan Pickford skoraði
5-5 Fabian Schär skoraði
5-6 Eric Dier skoraði
5-6 Josip Drmic klúðraði





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner