Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. júní 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate hefur ekki áhuga á Chelsea
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist ekki hafa nokkurn áhuga á því að taka við félagsliði þrátt fyrir að hafa verið orðaður við Chelsea að undanförnu.

Southgate hefur verið að gera góða hluti við stjórnvölinn hjá Englandi frá því hann tók við í september 2016. Hann hefur breytt leikstíl landsliðsins og kom liðinu alla leið í undanúrslit bæði á HM og í Þjóðadeildinni.

Maurizio Sarri er líklega á förum frá Chelsea þar sem Ítalíumeistarar Juventus hafa áhuga á að ráða hann til starfa. Steve Holland, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, hefur einnig verið orðaður við stöðuna hjá Chelsea.

„Ég hef engan áhuga á neinu öðru starfi. Eina sem ég er að hugsa um er EM á næsta ári, við verðum að halda áfram að bæta liðið til að ná árangri þar," sagði Southgate.

„Það er ótrúlega mikill áhugi á landsliðinu um þessar mundir. Við tókum 20 þúsund stuðningsmenn með okkur til Portúgal sem er magnað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner