Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. júní 2019 15:51
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: England hreppti bronsið
Mynd: Getty Images
Sviss 0 - 0 England (5-6 eftir vítaspyrnukeppni)

Sviss og England áttust við í þýðingarlitlum bronsleik Þjóðadeildarinnar.

Liðin mættu til leiks og voru í raun ekki að keppast um neitt nema bronsverðlaunapening og stig á heimslista FIFA.

Gareth Southgate gerði skemmtilegar breytingar á liði Englendinga og gaf Trent Alexander-Arnold tækifæri í hægri bakverðinum.

Ungstirnið átti stórleik og skapaði sjö færi í leiknum, sem er meira en aðrir leikmenn liðsins hafa skapað frá því að Þjóðadeildin hófst í fyrra.

Leikurinn var þó leiðinlegur og tókst hvorugu liði að skora þó England hafi verið betra liðið og komist í fleiri færi.

Framlengingin var markalaus en Raheem Sterling átti besta færið þegar hann skaut í slánna. Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr fimm fyrstu spyrnunum sínum og því var farið í bráðabana. Þar klúðraði Josip Drmic fyrir Sviss og tryggði England sér bronsverðlaunin. Menn eflaust ánægðir að komast loksins í langþráð sumarfrí.

Til gamans má geta að Jordan Pickford skoraði úr fimmta víti Englendinga og varði svo frá Drmic.

Portúgal mætir Hollandi í úrslitaleiknum í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sigurvegarinn fær sæti á EM 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner