Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. júlí 2018 07:00
Gunnar Logi Gylfason
„Árangur Króatíu mér mikilvægari Ballon d'Or"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið er rætt um Luka Modric þessa dagana enda frábær fótboltamaður sem hefur átt rosalega gott tímabil.

Fyrir sjö vikum síðan vann Modric Meistaradeild Evrópu með Real Madrid í fjórða skiptið á fimm árum. Nú er hann kominn í undanúrslit með félögum sínum í króatíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu.

Hann var spurður út í það hvort hann eigi möguleika á að vera valinn besti leikmaður heims.

„Ég er ekki að hugsa um Ballon d'Or. Árangur Króatíu er mér mun mikilvægari en það," svaraði Modric.

Vedran Corluka, liðsfélagi Modric í landsliðinu, var spurður sömu spurningar, hvort Modric ætti möguleika á að vera valinn sá besti í heimi. Hans svar var mjög hreinskilið.

„Við erum of lítil þjóð fyrir FIFA eða UEFA til að íhuga að velja leikmann héðan sem besta leikmann í heimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner