Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   mán 09. júlí 2018 21:53
Egill Sigfússon
Davíð Örn: Ég á eftir að horfa á þetta mark aftur og aftur!
Davíð Örn skoraði stórbrotið mark í leiknum
Davíð Örn skoraði stórbrotið mark í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar mættu í Egilshöll í kvöld og unnu góðan 2-3 útisigur á Fylki í einum af leikjum sumarsins hingað til. Davíð Örn Atlason leikmaður Víkings var ánægður með að landa sigrinum úr því sem komið var en var ósáttur með seinni hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 Víkingur R.

„Það er mikill léttir að ná í þessi þrjú stig úr því sem komið var en sem betur fer skorum við þrjú mörk í fyrri hálfleik og það dugði til. Við mættum aggresívir til leiks, það var samt kafli í 2-0 stöðunni sem ég var ekki ánægður með en svo náum við aftur að halda boltanum vel en náum ekkert að halda boltanum í seinni hálfleik. Það er eitthvað sem við verðum að skoða"

Davíð spilaði sem sóknarmaður upp yngri flokkana og sýndi gamla takta þegar hann sólaði þrjá og skoraði stórbrotið mark í leiknum. Hann segist eiga eftir að horfa á þetta oft í sjónvarpinu.

„Það mættti segja það, ég er ekki vanur að skora svo ég mun pottþétt horfa á þetta mark oft en það er bara gott að hjálpa liðinu."

Víkingar eru nú komnir uppfyrir þéttan pakka en það er stutt á milli í þessari deild og Davíð gerir sér grein fyrir að þeir eru langt frá því að vera sloppnir við falldrauginn.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur og hver sigur er rosalega dýrmætur í þessari deild. Þó að við séum komnir með þremur stigum meira en þessi pakki með 12 stig þá erum við ekkert hólpnir og verðum að halda áfram á sömu braut."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner