Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. júlí 2018 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Dier: England hefur bætt upp fyrir tapið gegn Íslandi
Dier í leiknum fræga gegn Íslandi
Dier í leiknum fræga gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eric Dier, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins segir að Englendingar séu búnir að bæta upp fyrir tapið gegn Íslandi á EM 2016 með góðu gengi á HM í Rússlandi í sumar.

Dier var í byrjunarliði Englands þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. Hann var tekinn útaf í hálfleik og í hans stað kom Jack Wilshere inn á völlinn.

Englendingar eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir mikilvægasta leik þjóðarinnar í langan tíma, undanúrslitaleikinn gegn Króatíu en England á nú möguleika að komast í úrslitaleik HM í fyrsta sinn frá árinu 1966.

„Eftir Íslands leikinn vissum við að breytingar voru nauðsynlegar og það þurfti að breyta miklu," sagði Dier.

„Þetta var augnablik þar sem við vissum að við værum virkilega óánægðir og við vissum að þetta gæti ekki gerst aftur. Við vissum að við gætum bætt upp fyrir þetta hér á heimsmeistaramótinu og ekkert annað gæti bætt upp fyrir tapið gegn Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner