Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 09. júlí 2018 10:30
Gunnar Logi Gylfason
Hazard er aðdáandi Mbappé
Mynd: Getty Images
Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins sem spilar gegn Frakklandi í undanúrslitum Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi á þriðjudaginn.

Í aðdraganda leiksins var Hazard spurður út í undrabarnið Kylian Mbappé.

„Mbappé? Ég hef spjallað við hann nokkrum sinnum í gegnum síma," sagði Belginn við BeIn Sport.

„Hann horfði á myndbönd af mér þegar hann var krakki. Nú horfi ég á myndbönd af honum! Ég ber mikla virðingu fyrir því hvað hann hefur afrekað á þessum aldri. Það er ekki algengt í nútíma fótbolta."

Hazard ræddi einnig um liðsfélaga sinn hjá Chelsea, N'Golo Kante.

„Ég spila með N'Golo Kante allt árið. Hann er bestur í heiminum í sinni stöðu," sagði hann.

„Þegar hann er upp á sitt besta er 95% líkur á sigri í þeim leik."

Eins og fyrr segir þá leika Belgía og Frakkland um sæti í úrslitum Heimsmeistaramótsins á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner