Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. júlí 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Kane: Við viljum ekki fara heim
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, talar vel um fyrrum leikmenn enska landsliðsins og er greinilega spenntur fyrir leiknum gegn Króatíu.

„Það er ótrúlegt að hitta hetjurnar frá '66 og það gefur þér svo mikinn innblástur," sagði Kane.

„Það er langt síðan að England hefur staðið sig vel á stórmóti. Við eigum erfiðan leik framundan gegn Króatíu en við erum fullir sjálfstrausts."

„Ég er stoltur af því að gera fyrrverandi leikmenn stolta og ég er viss um að þeir eigi góðar minningar sem þeir hugsa til. Við höfum sagt að við viljum skrifa okkar eigin sögu og vonandi getum við komist einu skrefi nær og komist í úrslitin. Enginn vill fara heim, við erum ekki búnir. Við viljum fara alla leið og við erum spenntir að reyna að ná því,"
sagði Kane að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner