Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. júlí 2018 20:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lloris: Hjarta Henry klofið í tvennt
Henry á góðri stundu með Vincent Kompany
Henry á góðri stundu með Vincent Kompany
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, fyrirliði Frakklands segir að hjarta fyrrum liðsfélaga síns með landsliðinu, Thierry Henry verði klofið þegar Frakkar mæta Belgum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins á morgun.

Henry er goðsögn í Frakklandi og varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998 ásamt því að vera markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, með 51 mark í 123 leikjum.

Hins vegar verður Henry í erfiðri stöðu á morgun þegar Frakkland og Belgía mætast, þar sem Henry verður að öllum líkindum eini Frakkinn í heiminum sem mun vonast eftir því að Frakkland vinni ekki leikinn.

Henry er aðstoðarþjálfari Belgíu en Belgar eru að reyna að komast í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fyrsta skiptið í sögunni.

„Ég var heppinn að hafa spilað með Henry í tvö ár með Frakklandi. Hann var frábær leikmaður," sagði Lloris.

„Það verður skrýtið að sjá hann með belgíska liðinu en þetta er ferillinn hans. Ég held að hjarta hans verði klofið á morgun því þrátt fyrir allt er hann Frakki. Við þekkjum hann, hann elskar fótbolta og verður með Belgíu og mun gefa sig allan í að hjálpa liði sínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner