Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 09. júlí 2018 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mandzukic: Leikurinn gegn Englandi verður 50/50
Mandzukic og Dele Alli í baráttunni í Meistaradeildinni - Þeir mætast aftur á miðvikudag
Mandzukic og Dele Alli í baráttunni í Meistaradeildinni - Þeir mætast aftur á miðvikudag
Mynd: Getty Images
Framherjinn stóri hjá Króatíu, Mario Mandzukic segir að undanúrslitaleikurinn gegn Englandi á heimsmeistaramótinu verði 50/50.

Eftir frábæra riðlakeppni hafa Króatar þurft vítaspyrnukeppni í báðum leikjum sínum til þess að komast í undanúrslitin, fyrst gegn Danmörku í 16-liða úrslitum og nú síðast gegn gestgjöfum Rússa í 8-liða úrslitum.

Með sigri á Englendingum í undanúrslitum bæta Króatar sinn besta árangur á HM en það er þriðja sætið á HM 1998.

Mandzukic segir að núverandi leikmannahópur Króata sé fullkomin blanda af reynslu og ungum leikmönnum til þess að höndla stóru leikina.

„Króatía hefur kannski fleiri reynslumikla leikmenn, en við höfum einnig frábæra unga leikmenn. Það er það sem gerir okkur svona góða," sagði Mandzukic.

„Ég myndi segja að þessi leikur verði 50/50 því allir sem eru í undanúrslitum eiga skilið að vera þar. Það er enginn ótti í okkar röðum, við virðum alla og trúum á okkur sjálfa. "
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner