Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 09. júlí 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
„Salah er von Egyptalands fyrir framtíðina"
Mynd: Getty Images
Egyptum var af mörgum spáð upp úr A-riðli Heimsmeistaramótsins ásamt Úrúgvæum þar sem hin tvö liðin í riðlinum voru þau sem eru lægst á heimslista FIFA af þátttökuþjóðunum, gestgjafarnir Rússar og Sádí-Arabía.

Eftir að Egyptaland olli gríðarlegum vonbrigðum og tapaði öllum leikjunum í riðlinum óttuðust Egyptar um að Mohamed Salah ætlaði að hætta með landsliðinu.

Það er þó ekki þar sem hann gaf það sjálfur út á Twitter að hann ætlaði að halda áfram með landsliðinu.

Nú hefur Tharwat Sweilem, háttsettur maður innan egypska knattspyrnusambandsins komið fram og fullvissað egypsku þjóðina um að allt sé í góðu milli þeirra og Salah.

„Ég vil óska Mo Salah til hamingju með nýja samninginn við Liverpool, ég óska honum alls hins besta. Hann er egpyskt og arabískt undur sem gerir okkur stolt," sagði Sweilem við Goal.

„Hann er stjarna Egyptalands og von okkar fyrir framtíðina, það er ekkert vandamál okkar á milli."
Athugasemdir
banner
banner
banner