mán 09. júlí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Southgate: Gæti orðið ennþá stærra en 1966
Southgate í stuði í Rússlandi.
Southgate í stuði í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, telur að leikmenn enska landsliðsins fái ennþá hetjulegri móttökur og athygli ef þeir verða heimsmeistarar heldur en enska liðið gerði árið 1966.

England vann HM árið 1966 en hefur síðan þá beðið í 52 ár eftir næsta titli. England mætir Króatíu í undanúrslitum HM á miðvikudag og mikil bjartsýni ríkir í Englandi fyrir leikinn.

„Við höfum talað aðeins um liðið sem vann á sínum tíma. Hvernig þeir leikmenn eru ennþá dáðir og dýrkaðir," sagði Southgate.

„Ég ræddi þetta þegar ég byrjaði að vinna með strákunum og reyndi að selja þeim að allt væri hægt og að við gætum afrekað ýmislegt á löngum tíma."

„Ég hef hitt nokkra af þessum leikmönnum (sem unnu HM 1966) og við vitum nákvæmlega hvernig fólk minnist árangursins þá. Í dag yrði þetta eflaust ennþá brjálaðara. Samfélagsmiðlar og allt annað hafa gert þetta svo miklu stærra."

Athugasemdir
banner
banner
banner