Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. júlí 2018 20:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Þjálfari Króata: Stoppuðum Messi og getum stoppað Kane
Dalic hræðist ekki Englendingana
Dalic hræðist ekki Englendingana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu segir að lærisveinar sínir hafi nú þegar tekist að stöðva Lionel Messi og þeir geti því stöðvað Harry Kane, framherja Englands þegar liðin mætast í undanúrslitum á miðvikudag.

Króatía og England mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins á miðvikudag en sigurliðið spilar í úrslitaleiknum þann 15. júlí.

Dalic segir að enska liðið hafi fáa veikleika og að Kane og Raheem Sterling séu helstu hætturnar í enska liðinu.

„Við trúum á okkar styrkleika. Við hræðumst ekki England," sagði Dalic.

„Kane er frábær framherji, og það er ekki auðvelt að stöðva hann. En við erum með frábæra miðverði. Okkur tókst að stöðva Lionel Messi og Christian Eriksen og við getum vonandi stöðvað Kane."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner