Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 09. júlí 2018 12:53
Magnús Már Einarsson
Vrsajlko líklega ekki með gegn Englandi - Corluka inn
Sime Vrsaljko.
Sime Vrsaljko.
Mynd: Getty Images
Allt bendir til þess að hægri bakvörðurinn Sime Vrsaljko verði fjarri góðu gamni þegar Króatía mætir Englandi í undanúrslitum HM á miðvikudagskvöld.

Vrsaljko, sem leikur með Atletico Madrid, meiddist gegn Rússum í 8-liða úrslitunum á laugardag.

Líklegt er að varnarmaðurinn reyndi Vedran Corluka komi inn í liðið í hans stað.

Corluka fer þá í hjarta varnarinnar við hlið Dejan Lovren og Domagoj Vida, sem hefur verið í miðri vörninni, fer í hægri bakvörðinn í stað Vrsaljko.

Tin Jedvaj hefur verið vara hægri bakvörður hjá Króatíu en hann var í basli í leiknum gegn Íslandi í riðlakeppninni og því þykir líklegra að Corluka kom inn, líkt og í leiknum á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner